mánudagur, 27. maí 2013

Martraðamaskínan

Bíðið við, eigum við ekki að vera að sjá um eitthvað blogg hérna? Vorum við búin að gleyma því? Nei, en við erum búin að vera önnum kafin við að skipuleggja æsispennandi ævintýri og búa vel að áframhaldandi göngu Míu & Mjálmars, því það er ýmislegt fram undan hjá þessu frábæra teymi!

Ný blaðsíða, full af ógleymanlegu skemmtiefni, mun hér eftir birtast á vefnum aðra hvora viku. Þannig gegur allt á hraða sem hentar okkur, og kemur vonandi vel til móts við þolinmæði lesenda. Þriðjudaginn 21. maí færðum við ykkur kaflann „Allt í flækju.“ Nú er splunkunýr og glæsilegur kafli vel á veg kominn:

Eftir glæstan sigur Míu & Mjálmars gegn góðkunnum óþokka, í kaflanum „Hamingjan í húfi,“ hefur Þremillinn verið festur bakvið lás og slá. Illmenni láta þó ekki lítið fyrir sér fara á Litla hrauni og fyrr en varir skýtur Þremillinn kollinum upp á ný. Auk þess kynnum við betur til sögunnar lögregluþjóninn Lúlla, sem er náinn vinur hetjunnar okkar. Óróleiki ríkir í borg óttans og eitthvað þarf til bragðs að taka.

Nýji kaflinn heitir „Martraðamaskínan.“ Hann mun spanna þrjár blaðsíður og verður sú fyrsta birt á vefsíðunni miaogmjalmar.is þriðjudagin 4. júní! Leggið dagsetninguna á minnið, fylgist með á facebook eða sitjið við tölvuskjáinn og ýtið, í gríð og erg, á „refresh“ á miaogmjalmar.is eins og sönnum óþreyjufullum aðdáendum er lagið ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli