miðvikudagur, 8. maí 2013

Gleðjumst!

Í dag gleðjumst við. Eftir stórkostlega lærdómsríka og tímafreka vinnu, er mér ánægjulegt að tilkynna ykkur að splunkuný vefsíða okkar sirryandsmari.com er komin í loftið. Síðan er hönnuð og forrituð af okkur sjálfum—og ber því merki um alla okkar elskulegu kosti og galla. Síðan er gerð til þess að virka í öllum nýjustu vefvöfrum, spjaldtölvum og snjallsímum.

Í dag gleðjumst við, því hér birtum við fyrstu "alvöru" bloggfærsluna okkar. Ætlunin er að hafa þetta lifandi blogg sem segir frá ævintýrum okkar á vinnustofunni, verkefnum í vinnslu o.s.fr. Fyrir alla þá sem þyrstir í örar uppfærslur höfum við opnað facebook síðu! Eins erum við á twitter!

Í dag gleðjumst við yfir öllu mögulegu. Í dag er góður dagur. Fylgist með lesendur góðir, því það er ýmislegt framundan sem gleðjast má yfir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli